Atkvæðagreiðsla um EES

100. fundur
Þriðjudaginn 12. janúar 1993, kl. 16:23:58 (4748)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ég hef oft gagnrýnt forsetann þegar mér hefur þótt það við hæfi og tel því rétt að þakka forsetanum þegar mér finnst það við hæfi. Ég tel að sú ákvörðun hæstv. forseta í gær að fresta þessari atkvæðagreiðslu og tryggja með þeim hætti að allir þingmenn gætu tekið þátt í henni beri vott um sjálfstæði gagnvart framkvæmdarvaldinu sem sótti það með ofurkappi að knýja þessa atkvæðagreiðslu fram. Ég vona að á fleiri sviðum muni hæstv. forseti bera gæfu til að sýna sjálfstæði gagnvart framkvæmdarvaldinu og tel að þetta sé mjög virðingarvert og satt best að segja það eina sem ég sé jákvætt við þennan dag. --- [Fundarhlé.]