Samningar við EB um fiskveiðimál

101. fundur
Miðvikudaginn 13. janúar 1993, kl. 18:29:38 (4819)


     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Það liggur fyrir af hálfu Evrópubandalagsins að það lítur á staðfestingu þessa samnings sem forsendu fyrir gildistöku EES gagnvart Íslandi af sinni hálfu. Það er vegna þess að í fiskveiðisamningnum felast útflutningsuppbætur Íslendinga sem við þurfum að borga fyrir EES-samninginn. Hér er um það að ræða að greiða tollaívilnanir með veiðiheimildum við Íslandsstrendur. Viðræður við Evrópubandalagið munu því á næstu árum ekki snúast um það hvort floti Evrópubandalagsins megi yfir höfuð veiða hér við land eða ekki heldur einungis um það hversu mikið þeir megi veiða. Fiskveiðisamningurinn mun hins vegar ekki falla úr gildi þótt EES taki aldrei gildi eða því verði sagt upp áður en fiskveiðisamningurinn rennur út. Svo óhagstæður er þessi samningur ofan á allt annað. Ég segi nei.