Lánsfjárlög 1993 o.fl.

102. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 13:53:57 (4835)

     Halldór Ásgrímsson :
    Virðulegur forseti. Hér er um það að ræða að veita ábyrgð á sérstöku 150 millj. kr. láni. Það er jafnframt ákveðið að leita eftir samningum um það hvort hægt er að tryggja stöðu þessa mikilvæga fyrirtækis þannig að það geti starfað áfram. Við fulltrúar Framsfl. og Alþb. í efh.- og viðskn. teljum rétt og nauðsynlegt að slíkar tilraunir fari fram og það verði leitast við að tryggja stöðu þessa fyrirtækis og þess starfsfólks sem þar á hagsmuna að gæta. Þegar þar að kemur þá mun þetta mál verða lagt fyrir Alþingi að nýju og þá er hægt að taka endanlega afstöðu til málsins. Við munum því greiða þessari tillögu atkvæði okkar.