Grunnskóli

102. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 17:38:54 (4868)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegi forseti. Með þessu frv. á að spara 100 millj. kr. Þetta eru einhverjar dýrustu 100 millj. sem hafa verið til umræðu í fjárlögum ríkisins og þeim fylgifrv. sem þeim tengjast. Hér er verið að skerða möguleika þúsunda barna til betri menntunar og framtíðarmöguleika í okkar samfélagi. Meðan allar þjóðir leggja aukna áherslu á menntun gengur íslenska ríkisstjórnin fram og sker niður fjármagn til menntakerfisins. Því höfnum við þessu frv. og munum greiða atkvæði gegn öllum greinum þess.