Uppsagnir ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga á Ríkisspítölum

102. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 17:43:28 (4870)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Þá hefst utandagskrárumræða sú sem tilkynnt hafði verið að beiðni hv. 2. þm. Vesturl., Ingibjargar Pálmadóttur. Þessi utandagskrárumræða fer fram skv. fyrri mgr. 50. gr. þingskapa sem þýðir að málshefjandi og ráðherra mega tala í fimm mínútur í fyrri umferð og tvær í þeirri síðari en aðrir þingmenn í tvær mínútur.