Vextir og kjarasamningar

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 13:40:14 (5105)

     Halldór Ásgrímsson :
    Virðulegi forseti. Það er ekki nóg, hæstv. fjmrh., að fá þau svör að farið verði ofan í þessa hluti á næstunni. Hvað hefur ríkisstjórnin verið að gera undanfarið? Þetta er eitt lengsta þinghlé sem um getur og hefði ríkisstjórnin þess vegna átt að hafa góðan tíma til að fara ofan í þessi mál en svo virðist sem ríkisstjórnin komi gersamlega óundirbúin til þings eins og svo oft áður. Í öðru lagi vil ég fá svör hjá hæstv. fjmrh.: Stendur til að breyta skattbyrðinni láglaunafólki í hag þannig að kjarasamningar geti tekist?