Fullgilding á sjávarútvegssamningum milli Íslands og EB

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 13:47:43 (5112)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Ég hef engu við hið fyrra svar mitt að bæta. Ég hef svarað því að við bíðum átekta í þessu máli og það þýðir einfaldlega að við tökum ekki ákvörðun í því fyrr en staðreyndir liggja fyrir um aðgerðir samningsaðila. Í þessu getur auðvitað falist að framkvæmd samningsins gæti frestast en ekkert er hægt að fullyrða um það á þessu stigi málsins.