Vegáætlun 1993--1996

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 17:05:15 (5185)

     Halldór Ásgrímsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Fyrst hæstv. samgrh. er slíkur áhugamaður um tengingu þessara landshluta, og ég vil trúa að svo sé, þá er mér spurn hvernig á því stendur að hann sem þingmaður Norðurl. e. um langan tíma hefur þá ekki lagt á það áherslu að leggja meira í veginn um Mývatnsöræfi sem er þess kjördæmis að leggja í og hvernig stendur þá á því að hæstv. samgrh. vill sérstaklega beita sér fyrir því að færa fjármagn úr Brekknaheiði í aðra vegi í Norðurl. e.? Sá vegur er líka mikilvæg tenging milli þessara landshluta en það finnst mér vera undarlegt fyrst ráðherrann er svona mikill áhugamaður um tengingu landshlutanna að hann skuli beita sér sérstaklega fyrir því að þurrka þetta fjármagn út.