Útsendingar Sýnar

114. fundur
Þriðjudaginn 23. febrúar 1993, kl. 13:37:37 (5355)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Í um það bil eitt ár hefur verið bein útsending sjónvarps frá fundum Alþingis í gegnum sjónvarpsstöðina Sýn. Þegar það leyfi var veitt var það sett fram að stefnt væri að því að stækka það svæði sem Sýn næði yfir. Nú veit ég ekki til að það svæði nái enn þá yfir meira en Stór-Reykjavíkursvæðið. Þar sem vitað er að þeir sem það geta horfa mjög mikið á þessa stöð þá langar mig til að spyrja: Hvað líður þeim áformum að Sýn nái a.m.k. bráðlega til fleiri en íbúa á Stór-Reykjavíkursvæðinu og nái sem fyrst til allra landsmanna?