Herjólfsdeilan

117. fundur
Fimmtudaginn 25. febrúar 1993, kl. 15:30:40 (5456)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Eins og áður hafði verið tilkynnt hafði hv. 3. þm. Suðurl. óskað eftir að fá að ræða málefni ferjunnar Herjólfs og var við því orðið. Fer umræðan fram skv. fyrri mgr. 50. gr. þingskapalaga og mun standa í hálfa klukkustund eins og þingsköp gera ráð fyrir. Þingmönnum til glöggvunar skal á það minnt að enginn má tala oftar en tvisvar um það mál sem um er rætt. Málshefjandi og viðkomandi ráðherra eigi lengur en fimm mínútur í fyrra sinn og eigi lengur en tvær mínútur í síðara sinn. Aðrir hv. þm. sem kjósa að taka til máls hafa einnig tvær mínútur til þess. Umræðan hefst þá með því að hv. 3. þm. Suðurl. tekur til máls.