Happdrætti Háskóla Íslands

117. fundur
Fimmtudaginn 25. febrúar 1993, kl. 18:33:38 (5520)

     Sigbjörn Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Ég hafði ekki ætlað mér að blanda mér í þessar umræður en þetta er vissulega athyglisvert mál sem hér er til umræðu og mun eflaust hafa það í för með sér að hv. allshn. mun fara yfir þá happdrættaflóru sem hér ríkir. En mér fannst nauðsynlegt að koma því hér á framfæri að ríkissjóður ver einkaleyfisgjaldinu, sem áætlað er að muni nema 60 millj. kr. á þessu ári, og síðan er varið jafnháu framlagi og einkaleyfisgjaldið gefur af sér til byggingarsjóðs rannsókna í þágu atvinnuveganna, þannig að allar tekjur sem af happdrættinu eru renna til vísindastarfsemi. Mér þótti nauðsynlegt að þetta kæmi hér fram.