Námskeið og námsgögn fyrir nýbúabörn

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 12:13:56 (5923)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu þarfa máli. En mig langar að spyrja í framhaldi af svari hæstv. menntmrh. í ljósi þeirra áforma hans að flytja grunnskólann yfir til sveitarfélaga hver muni þá greiða þennan kostnað við að útbúa námsgögn, hvort ríkið muni áfram taka það hlutverk að sér eða með hvaða hætti hann telur að sveitarfélögin geti sinnt þessu verkefni. Mér sýnist að framkvæmd málsins sé þannig að það sé nánast ómögulegt að dreifa þessu verkefni á margar hendur og það hljóti að vera ríkisins að annast þennan kostnað sem fylgir námsgögnum og námskeiðahaldi af þessu tagi.