Barnasjónvarp

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 12:33:21 (5934)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Það hefur löngum verið ljóst að ekki er um of búið að Ríkisútvarpinu. Það hefði mátt ræða málefni þess fyrr og oftar í þingsölum en gert hefur verið, en mér þykir það afar sérkennilegt af hálfu stjórnarþingmanna að þeir skuli taka málefni þess upp og gera athugasemdir við það að útvarpið sé að verja fé til barnaefnis. Það er alveg með ólíkindum ef menn eru haldnir slíkri forræðishyggju að þeir vilji stuðla að því að börn á landsbyggðinni njóti ekki sama valfrelsis og möguleika á efni og börn á höfuðborgarsvæðinu. Það er sérlega undarlegt að heyra það af hálfu stjórnarþingmanna að Ríkisútvarpið eigi ekki að vera í samkeppni við Stöð 2.