Ráðstafanir til að sporna við ólæsi

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 12:43:23 (5940)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil einnig benda á í framhaldi af þessari umræðu um að sporna gegn ólæsi að þær ákvarðanir að fækka kennslustundum í viðmiðunarstundaskrá, sem voru liður í niðurskurði í ríkisfjármálum og gert með samþykkt fjárlaga tvö ár í röð, hefur m.a. bitnað á íslenskukennslu. Það hefur verið staðfest í viðtölum við kennara og er alveg örugglega ein ástæða þess að ólæsi fer vaxandi.