Tekjuskattur og eignarskattur

128. fundur
Mánudaginn 15. mars 1993, kl. 15:53:02 (6049)


     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Ég átta mig nú ekki alveg á því af hverju þetta mál er rætt með þessum hætti undir þessum dagskrárlið. Ég var að vísu ekki inni við upphaf umræðunnar, en vil aðeins taka fram vegna þess sem ég hef heyrt eftir að ég kom í salinn að ég fyrir mitt leyti tel ekkert athugavert við málatilbúnað hæstv. viðskrh. í máli þessu. Mál þetta er í réttum farvegi í ríkisstjórninni, hefur verið rætt þar. Það kemur síðan í frumvarpsformi til þingsins og þingið tekur efnislega afstöðu. Ég hef ekki farið yfir grein þessa ágæta blaðamanns lið fyrir lið, en ef hv. þm. getur dregið slíkan áfellisdóm um hæstv. viðskrh. eins og hann gerði af greininni, þá er þessi grein ekki á réttu róli.