Eiginfjárstaða innlánsstofnana

131. fundur
Miðvikudaginn 17. mars 1993, kl. 19:00:38 (6132)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst það stórkostlega óábyrgt af þessum hv. þm. að nota þetta frv. og aðstoðina við Landsbankann til að reyna að grafa eins og hann lifandi getur undan trausti á tiltekinni fjármálastofnun í landinu en það gerði hann í ræðu sinni áðan. Þetta er framkoma sem er algjörlega óafsakanleg af hálfu þingmannsins, gjörsamlega fyrir neðan virðingu hans. Algjörlega er óafsakanlegt að hann skuli nota stöðu sína í ræðustól í tilefni þessa frv. til að reyna með öllum tiltækum ráðum að grafa undan trausti á þessari lánastofnun. Þetta er framkoma sem er óafsakanleg af þingmannsins hálfu.