Tilsjónarmenn og stuðningsfjölskyldur

132. fundur
Fimmtudaginn 18. mars 1993, kl. 11:28:14 (6165)

     Össur Skarphéðinsson :
    Frú forseti. Ég vil einungis taka undir með þeim ræðumönnum sem hér hafa talað í þessu máli. Ég vil segja það í tilefni af þeim orðum hæstv. félmrh. að sé það rétt að ríkisskattstjóri skirrist við að færa skattlagningu þessara tekna til samræmis við það sem gerist hjá öðrum tengdum aðilum t.d. dagmæðrum, þá held ég að það sé alveg ljóst að Alþingi þurfi að taka af skarið. Og ég vil lýsa því yfir við hæstv. félmrh. að ég held að það yrði hægur leikur fyrir hana að fá Alþingi til að samþykkja breytingar á lögum sem mundu

tryggja þetta, og sem mundu þá tryggja að þessar stuðningsfjölskyldur vildu halda áfram að gegna því mikilvæga hlutverki sem þær hafa nú.