Eiginfjárstaða innlánsstofnana

135. fundur
Föstudaginn 19. mars 1993, kl. 14:57:26 (6288)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Aðgerðirnar sem nú er verið að grípa til gagnvart Landsbankanum grundvallast á því mati á afskriftaþörf sem fram hefur komið að það þurfi að setja í afskriftasjóð bankans 4,5 milljarða kr. á síðasta ári og 5,8 á þessu ári. Ég fæ það út að það séu 10,3 milljarðar kr. Það er grundvöllurinn að aðgerðunum að menn meta hlutina svo að þetta geti komið til.