Dagskrá

135. fundur
Föstudaginn 19. mars 1993, kl. 15:39:32 (6302)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það er ekki nein nýlunda að fundir á föstudögum hefjist klukkan hálfellefu. Það er þvert á móti venja. ( Gripið fram í: Er það venjan?) Það er venjan já, að þegar fundir eru haldnir á föstudögum hefjist þeir klukkan hálfellefu á sama hátt og fundir á fimmtudögum.
    Það var fjallað um það með formönnum þingflokkanna í vikunni að gert væri ráð fyrir þessum fundi í dag. Þar að auki mun starfandi forseti hafa tilkynnt það strax í upphafi fundar í morgun að þessi mál yrðu á dagskrá síðar í dag. Það lá fyrir í upphafi fundar í dag.