Bann við verkfalli og verkbanni á ms. Herjólfi

140. fundur
Þriðjudaginn 23. mars 1993, kl. 17:09:32 (6380)

     Ragnar Arnalds :
    Virðulegi forseti. Með hliðsjón af því að ég tel rétt að stöðva verkfall stýrimanna á Herjólfi vegna þess neyðarástands sem skapast hefur, en einnig með hliðsjón af því að ég tel ekki rétt að lög þessi nái til áhafnarmeðlima sem ekki hafa boðað verkfall og ekki eiga sök á þessari deilu og tel ósanngjarnt að þeir séu bundnir hugsanlega af ákvörðunum gerðardóms til loka þessa árs, þá greiði ég ekki atkvæði.