Söluskattur af mannvirkjum loðdýrabúa

149. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 10:37:50 (6634)

     Fyrirspyrjandi (Össur Skarphéðinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. landbrh. fyrir mjög skýr svör og fyrir að hafa beitt sér í þessu efni til að breyta reglum þannig að loðdýrabændur geta nú tekið upp breytta nýtingu á þeim mannvirkjum sem þeir nýttu áður til loðdýraeldis án þess að þurfa að endurgeiða söluskattinn.
    Ég tek undir með hv. þm. Einari Kristni að það mun að sjálfsögðu auðvelda þeim mjög að nota húsin til annars en upphaflega var ætlað. Jafnframt liggur fyrir að nokkrir bændur eiga tök á að selja húsin frá sér. Það er auðvitað mjög nauðsynlegt miðað við þá þröngu stöðu sem þeir eru margir í. Þess vegna ítreka ég þakkir mínar til hæstv. landbrh. og velti því nú fyrir mér, virðulegi forseti, fyrst hann hefur svona góð tök á fjmrn., hvort ekki sé hægt að fá liðsinni hans í fleiri málum líka.