Vegaframkvæmdir í Vestur-Barðastrandarsýslu

149. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 10:49:18 (6639)

     Fyrirspyrjandi (Jörgína Jónsdóttir) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. greinargóð svör. Við Vestfirðingar erum þakklátir fyrir það framkvæmdaátak og stórverkefni sem nú eru í gangi á Vestfjörðum. Ég er sannfærð um að ef þessir kaflar yrðu eitthvað lagaðir mundi það skila sér í aukinni umferð og betri nýtingu ferjunnar og vil leggja áherslu á það að hæstv. samgrh. taki tillit til þessa og beiti sér fyrir því að framkvæmdir á Barðastrandarvegi komi til álita svo fljótt sem unnt er.
    Að lokum vil ég ítreka þakkir til hæstv. samgrn. um leið og ég minni á að Baldur er þjóðvegur

íbúa Vestur-Barðastrandar suður mestan hluta árs.