Þungaskattur á dísilbifreiðar

149. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 11:27:25 (6654)

     Fyrirspyrjandi (Guðmundur Hallvarðsson) :
    Virðulegi forseti. Ég er hér með fsp. til hæstv. fjmrh. um þungaskatt á dísilbifreiðar. Um síðustu áramót voru alls 136.197 bifreiðar í landinu. Þar af eru 14.714 dísilbifreiðar. Greiðslur hafa verið með nokkuð sérstökum hætti vegna þungaskatts þessara bifreiða og hefur það verið eigendum þeirra mjög óþénugt hvernig á er haldið. Spurningin er því svo: Er von á breytingum á fyrirkomulagi greiðslu þungaskatts af dísilbifreiðum frá því sem nú er þannig að þungaskattur verði greiddur af hverjum seldum olíulítra?