Ráðstafanir til að efla fiskeldi

150. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 16:23:04 (6719)

     Flm. (Guðmundur Stefánsson) (andsvar) :

    Frú forseti. Ég vil taka undir það sem kom fram áðan að það má ekki gera innflutning of auðveldan en hann þarf samt sem áður, og ég er feginn því að hv. þm. tekur undir það með mér, að geta fylgt ákveðnum leiðum sem liggja nokkurn veginn ljóst og auðveldlega fyrir. Ég minni á það að t.d. í innflutningi á erfðaefni fyrir venjulega búfjárstofna þá hefur þetta verið slík krækluleið og með beygjum og bugðum á að hún hefur nánast verið ófær og algjörlega óviðunandi.
    Að lokum vil ég bara segja það við hv. þm. Árna Mathiesen að það sem sagt var um hann áðan það var síst oflof og full meining í því, a.m.k. af minni hálfu og örugglega hjá hv. 17. þm. Reykv. líka.