Réttindi þeirra sem ekki hafa atvinnu

150. fundur
Fimmtudaginn 01. apríl 1993, kl. 20:17:57 (6772)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að þessi umræða hafi einmitt leitt það í ljós að þessi samlíking um deigið og rúsínurnar á alls ekki við því að ef svo hefði farið að þessar hugmyndir væru komnar úr smiðju heilbrrn., þá hefðu þær að sjálfsögðu verið framkvæmanlegar. En að þær skuli nú vera eins og þær eru er náttúrlega skýrasta sönnunin um að þær eiga ekki rætur sínar að rekja til heilbrrh. Þær voru ekki sóttar í hans smiðju. Þessar rúsínur voru ekki tíndar úr hans deigi, enda eru þetta ekki steinalausar rúsínur.