Sala m/s Heklu

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 13:42:57 (7234)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Eins og þingheimi er kunnugt var rætt um það hér í fyrra þegar verið var að leggja niður Skipaútgerð ríkisins að það væri í gangi undirbúningshópur sem hefði gert tilboð í eignir Skipaútgerðarinnar. Þessu var ekki sinnt og talið að það væri ekki raunhæft vegna þess að það mundi jafnvel þurfa að styrkja það félag til rekstrarins. Það hefur hins komið í ljós að við að leggja niður Skipaútgerðina þarf að veita styrki til að sinna þeim stöðum sem Skipaútgerðin sinnti áður.