Montreal-bókun um efni sem valda rýrnun ósonlagsins

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 20:48:07 (7325)

     Frsm. utanrmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 826 um till. til þál. um breytingu á Montreal-bókun um efni sem valda rýrnum ósonlagsins frá utanrmn. Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk á sinn fund til viðræðna um efni hennar Jón Gunnar Ottósson, Sigurbjörgu Sæmundsdóttur og Þóri Ibsen frá umhvrn. Þá sendi nefndin tillöguna til umhvn. þingsins til umsagnar. Í umsögn umhvn., sem dags. er 12. mars sl., er lagt til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar. Undir þetta rita 25. mars 1993: Rannveig Guðmundsdóttir, Steingrímur Hermannsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Árni R. Árnason, Ólafur Ragnar Grímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Pétursson, Tómas Ingi Olrich og Sigríður Anna Þórðardóttir.