Vegalög

161. fundur
Miðvikudaginn 21. apríl 1993, kl. 14:44:59 (7402)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegur forseti. Það hefur legið fyrir um nokkurn tíma að þetta frv. mundi koma fram enda búið að ákveða það með fjárlagafrv. sem er samþykkt fyrir árið 1993 að Vegagerð ríkisins fari að sjá um og reka ferjur og flóabáta. Það er því verið að benda á að Vegagerðin hefur ekki hingað til haft heimild til að kaupa eða eiga eða ráðstafa eignum ferja og flóabáta.
    Eftir er að skoða mjög vandlega hvernig farið verður með rekstur ferja og flóabáta. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um það á þessu stigi. Við munum skoða þetta mál í hv. samgn. Ég er sammála hæstv.

ráðherra að því leyti að ég tel að það þurfi að skoða þennan rekstur og endurskipuleggja. Hann er byggður á gamalli reynslu, gömlum aðstæðum sem hafa breyst þannig að það þarf að skoða það upp á nýtt. En hvort allar hugmyndir okkar fara saman skal ég ósagt látið en ég mun skoða það í hv. samgn.