Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

167. fundur
Föstudaginn 30. apríl 1993, kl. 13:44:35 (7731)


     Frsm. félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að hér er mjög gott mál á ferð og félmn. stendur að því. Það hefur komið fram oft í umræðunum um Evrópska efnahagssvæðið að því tengt eru mörg réttindamál þar sem réttarbætur eru meiri en hafa gilt hjá áður. Þetta er eitt af þeim málum sem við fáum tengt Evrópska efnahagssvæðinu. Í sumum tilfellum hefur félmn. gert tillögu um það að gildistaka á slíku máli verði strax eða óháð gildistöku laga um Evrópska efnahagssvæðið. Félmn. gerir ekki tillögu um það í þessu tilfelli. Þetta er samkomulagsmál sem við höfum tekið við sem slíku og eftir að hafa skoðað það, þá gerum við ekki tillögu um gildistöku strax þannig að hv. Alþingi hlýtur að taka afstöðu til þessa máls.