Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

167. fundur
Föstudaginn 30. apríl 1993, kl. 13:45:43 (7732)

     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Það ber vissulega mjög sérkennilegan svip að félmn. að meiri hluta til leggur til að mál, sem nefndin metur að sé mjög gott mál og fær hér undirtektir frá öðrum, sé hengt aftan í gildistöku á samningi sem enginn veit hvort tekur gildi. Það er auðvitað alveg dæmalaus málsmeðferð. Er það svo að menn ætli að fara að binda mál og löggjöf hér á Alþingi, sem er góð samstaða um, við það að samningur, alþjóðlegur samningur sem er óafgreiddur og enginn veit hvort verður staðfestur, taki gildi? Þá er nú farið að seilast nokkuð langt hér gagnvart Alþingi. Þetta er alveg furðulegur málflutningur og afstaða.