Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

167. fundur
Föstudaginn 30. apríl 1993, kl. 13:48:28 (7734)


     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Frú forseti. Mig langaði til að spyrja hv. 5. þm. Vestf. hvers vegna þetta frv. geti ekki staðið eins og það er með þessari breytingu um að það öðlist þegar gildi. Ég átta mig ekki á því hvað í þessu frv. er sem gerir það að verkum að það geti ekki staðið sem sjálfstætt frv. Nú hef ég þegar flutt brtt. við gildistökuákvæðið. Að vísu er 1. gr. með þeim hætti að það stendur innan Evópska efnahagssvæðisins en það er algerlega óháð því. Það er eina breytingin sem þyrfti að gera þannig að hann gæti stutt það að þetta öðlaðist þegar gildi.
    En ég vil vekja atygli á því að fjórir, held ég, af þeim sem eru í félmn. undirrita frv. með fyrirvara og mér skildist m.a. á því sem kom hér fram í gær að þetta þætti mjög gott frv. Að vísu voru ekki allir alveg sáttir við breytinguna sem var gerð á því.