Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

167. fundur
Föstudaginn 30. apríl 1993, kl. 13:50:57 (7737)

     Frsm. félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Það er engin ástæða til að þetta mál fari til félmn. til frekari umfjöllunar. Við erum búin að fjalla um frv., við erum búin að fjalla um greinar þess og m.a. 1. gr. þar sem vísað er til að þessi lög gildi um aðilaskipti eða samruna fyrirtækja atvinnurekstrar eða hluta atvinnurekstrar á hinu Evrópska efnahagssvæði o.s.frv. og það var ekki tillaga félmn. að gildistaka yrði strax ef þær hrakspár ganga eftir sem hér komu fram að ekkert yrði af Evrópska efnahagssvæðinu, þá skoðum við öll þau mál sem tengjast því og við höfum verið að afgreiða tengt þessu máli og hafa aðra gildistöku. Það er bara eðlilegur hlutur að sú brtt. sem var flutt við þetta mál fái sína afgreiðslu og ef hún verður samþykkt, þá verður að sjálfsögðu skoðað hvort það þarf að breyta einhverjum atriðum eða orðalagi í frv. eftir það. En það er engin ástæða til að þetta mál fari til nefndar. Við erum búin að fjalla um þann þátt sem hér hefur verið nefndur.