Frágangur stjórnarfrumvarpa

171. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 10:54:56 (7946)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Ég vil taka undir þau sjónarmið sem hér hafa komið fram en ég vek athygli á því að þessi vandi tengist ekki eingöngu lagafrv. Sem betur fer er það nú svo að lagafrumvörpin fá umfjöllun í ráðuneytum, í ríkisstjórn, á þingi og í nefndum og margur rekur þá augun í hluti sem hægt er að lagfæra. Ég hef hins vegar tekið eftir því varðandi reglugerðarsetningar að þar er mjög mikill vandi á ferðum enda miklu færri sem að því máli koma. Þar er oft skrifað undir og birtur í Stjórnartíðindum texti sem er, svo ekki sé meira sagt, afkáralegur.