Utandagskrárumræður

172. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 18:34:36 (8071)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseta langar til að skjóta því hér að að nú finnst henni vera tilefni til þess að minna á það að það vantar farveg annan en þann að ræða gæslu þingskapa þegar mönnum liggur eitthvert tilfinningamál á hjarta eins og hér hefur gerst. Og nú væntir forseti þess að þingflokksformenn taki höndum saman og skoði þingsköpin fyrir næsta þing og athugi hvort við getum ekki lagfært þetta og talað undir réttum formerkjum. Forseti má kannski ekki segja það, en stundum finnst henni forseti vera í hlutverki eldingavara hér í salnum og telur það í raun og veru ekkert eftir sér. Það er hans hlutverk og allt gott með það.