Samvinnufélög

174. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 10:16:09 (8136)

     Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir brtt. og nál. efh.- og viðskn. vegna frv. til laga um samvinnufélög. Þar er verið að stokka upp þau ákvæði sem snúa að innlánsdeildum samvinnufélaga. Þetta er liður í þeirri uppstokkun sem hefur verið í gangi hér í þinginu í vetur á löggjöf um fjármagnsmarkaðinn.
    Nefndin leggur til tvær breytingar. Fyrri breytingin er sú að samvinnufélögum verði heimilt að taka við innlögnum í innlánsdeildir frá viðskiptaaðilum jafnt sem félagsmönnum og eins að eiginfjárkröfur verði lækkaðar úr 20% niður í 18%.
    Nefndin stendur öll að nál. og leggur til að frv. verði samþykkt með þessum breytingum.