Jöfnunartollur á skipasmíðaverkefni

175. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 16:11:46 (8214)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Frú forseti. Það fyrsta sem ég vildi vekja athygli á er að allir vita að Pólland er mikið láglaunasvæði. Með samþykkt fríverslunarsvæðisins og þeim vangaveltum sem hér fara fram og til baka má það náttúrlega ljóst vera að ef engar varnir eru fyrir íslenskan skipasmíðaiðnað þá keppir hann ekki við slíkt láglaunasvæði. Þær háskólamenntuðu stéttir sem lengst hafa nám hafa margar hverjar verulegt starfsöryggi tengt réttindum en hinn íslenski verkamaður situr fastur í því að eiga að fara að keppa í vaxandi mæli við verkamenn frá láglaunasvæðum. Ég spyr fulltrúa Verslunarráðsins: Telur hann að þetta gangi upp?