Afgreiðsla frumvarps um framleiðslu og sölu á búvörum

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 09:14:44 (8285)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég skal ekki tefja þennan fund mikið með þingskapaumræðu en ég vil aðeins ítreka það að á fundi formanna þingflokka með forseta rétt fyrir kl. 7 í gærkvöldi var um það rætt að það yrði búið að komast að samkomulagi um hvenær þetta mál yrði afgreitt sem hér er verið að ræða um og ég get tekið undir það með hv. 3. þm. Austurl. að mér skildist á þeim fundi að það yrði ákveðið fyrir kl. 9 núna í morgun og ég tek undir það með honum að ég tel að þetta mál þurfi að fá meðferð í dag.
    En hvað varðar það sem hv. þm. Páll Pétursson sagði hér áðan um það að þetta væru allt auðveld mál, þá vil ég leiðrétta hann aðeins. Það er 22. málið sem er samkomulagsmál úr fjárln. en um 21. og 23. mál gætu orðið talsvert miklar umræður. Að öðru leyti hef ég ekki neitt sérstakt við málaröð að athuga.