Atvinnuþróun í Mývatnssveit

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 12:11:45 (8339)


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti vill upplýsa hv. 5. þm. Austurl. að hv. 4. þm. Austurl. var ekki örlagavaldur í þessu mikilsverða máli, heldur var forseta bent á eins og hér kom fram hjá hv. 4. þm. Austurl. að fyrst skyldu tekin mál sem ekki væri að vænta mikillar umræðu um. Það hefur að vísu orðið umræða um sum þeirra mála, en forseti vill benda á að 16. og 17. mál eru t.d. enn þá órædd samkvæmt þessari stefnu. Þar sem mér sýnist að þetta sé mikið mál fyrir hv. 5. þm. Austurl., þá fellir forseti þann dóm að nú skuli tekið fyrir 19. dagskrármál, fuglaveiðar og fuglafriðun, stjfrv., 146. mál á þskj. 167, nál. 1169 og 1237 og brtt. á þskj. 1170.