Atvinnuþróun í Mývatnssveit

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 12:14:32 (8341)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna þessara orða hv. 15. þm. Reykv. og með tilliti til þess að hv. 5. þm. Austurl. er einn af forsetum þingsins og það er raunar hv. 15. þm. Reykv. líka, er nú kannski óþarfi að benda á að í 63. gr. þingskapa stendur einfaldlega:
    ,,Forseti ákveður dagskrá hvers fundar. Þó má ákveða dagskrá næsta fundar eftir ályktun þingsins.     Forseti getur breytt röðinni á þeim málum sem eru á dagskrá og einnig tekið mál út af dagskrá.``
    Það er, hv. þm., í valdi forseta í hvaða röð dagskrármál eru tekin fyrir í þinginu.
    En vegna þess að mikil áhersla hefur verið lögð á að 19. dagskrármál fáist rætt telur forseti rétt að hefja nú umræðu um það mál.