Kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr.

1. fundur
Miðvikudaginn 19. ágúst 1992, kl. 13:31:31 (3)

     Aldursforseti (Matthías Bjarnason) :
    Samkvæmt 3. gr. þingskapa skal nú kjósa forseta Alþingis. Í þeirri grein segir að þeir einir séu í kjöri sem tilnefndir eru og eigi hreyfa andmælum við því. Óska ég hér með eftir tilnefningum.

    Tilnefning hefur borist um Salome Þorkelsdóttur, 2. þm. Reykn., og fer nú fram skrifleg kosning. Ég vil biðja þingverði að útbýta atkvæðaseðlum. Áður en atkvæðagreiðslan hefst vil ég minna á að það er aðeins Salome Þorkelsdóttir sem er í kjöri. Ef aðrir kynnu að fá atkvæði verður litið á það sem ógilda seðla.