Evrópskt efnahagssvæði

7. fundur
Þriðjudaginn 25. ágúst 1992, kl. 16:09:39 (43)


     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Ég vil að gefnu tilefni taka fram að þegar óskað er eftir andsvari gefi þingmenn það til kynna með því að óska eftir því að veita andsvar.
    Í öðru lagi langar mig einnig til þess að vekja athygli á orðalagi í 56. gr. þingskapa þar sem segir: ,,Forseti getur leyft þingmönnum að veita stutt andsvar við einstökum ræðum strax og þær hafa verið fluttar.`` Það táknar samkvæmt minni túlkun ,,strax og þær hafa verið fluttar``, þ.e. þegar næsti ræðumaður er kominn í stólinn, þá er sá tími liðinn.