Staða Kópavogshælis

11. fundur
Þriðjudaginn 01. september 1992, kl. 16:02:01 (165)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og tilkynnt var í upphafi fundarins fer nú fram utandagskrárumræða samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapalaga. Þessi umræða fer fram að beiðni hv. 4. þm. Suðurl., Margrétar Frímannsdóttur, og mun hún beina orðum sínum til hæstv. heilbrrh. Forseti telur ástæðu til að minna á þær breytingar sem gerðar voru á því ákvæði þingskapalaga sem snýr að lengd ræðutímans. Framsögumaður og hæstv. ráðherra, sem málið varðar, hafa fimm mínútur hvor í fyrri umferð og tvær mínútur hvor í hinni síðari. Aðrir þingmenn og ráðherrar hafa tvær mínútur allt að tvisvar sinnum. Hefst nú umræðan og til máls tekur hv. 4. þm. Suðurl.