Beiðni um utandagskrárumræðu

12. fundur
Miðvikudaginn 02. september 1992, kl. 13:48:29 (234)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Að gefnu tilefni sér forseti ástæðu til að lesa hér 72. gr. þingskapalaga. Þar stendur:
    ,,Foreti skal hafa reglulega samráð við formenn þingflokka, eða fulltrúa þeirra, um skipulag þingstarfa og leggja fyrir þá til umfjöllunar starfsáætlun þingsins og áætlanir um þingstörf hverrar viku.
    Enn fremur skal forseti hafa samráð við formenn þingflokka um fyrirkomulag umræðna um mikilvæg mál ef ætla má að umræður verði miklar.``
    Það var samkvæmt þessari síðari málsgrein sem forseti boðaði til þess fundar sem formenn þingflokka voru boðaðir á í gærmorgun og væntir þess að sá misskilningur sé þá ekki lengur fyrir hendi að forseti hafi farið þar rangt að.