Evrópskt efnahagssvæði

16. fundur
Fimmtudaginn 10. september 1992, kl. 01:32:18 (465)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það væri hægt í sjálfu sér að flytja langa ræðu en ég ætla að koma með tvö atriði.     Fyrra atriðið: Hæstv. ráðherra hefur engu svarað tilmælum margra aðila, m.a. þess sem hér stendur, þess efnis hvort hann sé tilbúinn til þess að leita pólitískra sátta í málinu, að beita sér fyrir því að samningnum verði snúið upp í tvíhliða samning strax að lokinni undirritun og með fyrirvörum um það, þ.e. að farið verði fram á slíkar viðræður.
    Seinna atriðið: Hvað átti ráðherrann við með meira unnum fiskréttum sem nytu tollalækkunar samkvæmt samningnum?