Áhrif EES-samnings á sveitarfélögin

17. fundur
Fimmtudaginn 10. september 1992, kl. 11:25:10 (547)

     Gunnlaugur Stefánsson :
    Frú forseti. Í tilefni af þessari sérkennilegu ræðu hv. 4. þm. Austurl. get ég ekki orða bundist. Það skiptir náttúrlega engu máli hvort að upplýsingar sem koma fram á hinu háa Alþingi hafi komið fram áður. Það styrkir fremur málstaðinn en hitt. Hv. þm. er það vel ljóst að þetta mál hefur verið lengi til umræðu og verið rætt víða. Og þetta sem hv. 4. þm. Austurl. var að segja hér áðan leggur einmitt áherslu á það að þetta mál hefur verið kynnt á vettvangi sveitarstjórnarmanna og það fyrir ári --- og vonandi fyrr. ( HG: Prestar geta endurflutt ræður).