Uppboðsmarkaður fyrir sjávarafla

19. fundur
Föstudaginn 11. september 1992, kl. 17:26:41 (674)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti gerir sér grein fyrir að hér er nokkur vandi á ferðum. Þessum fundi er einungis ætlað að standa til kl. sex og hugsunin var að taka nú fyrir fjögur mál sem varða sjávarútveginn og er þar um að ræða 14., 15., 16. og 17. mál. Hugmyndin var að forsetinn legði til að rætt væri um Ríkismat sjávarafurða, Fiskistofu og Meðferð sjávarafurða og eftirlit í einu lagi. Forseti hlýtur að sýna þá sanngirni að hér sé e.t.v. farið í of mikilvæg mál til þess að hægt sé að ætlast til þess að svo fámenn sveit skili málinu til nefndar og heldur því að farsælast væri að slíta fundinum nú því forseti telur ekki að það verði til að flýta fyrir afgreiðslu málanna að þvinga fram málsmeðferð þennan hálftíma sem eftir er.