Tollalög

20. fundur
Mánudaginn 14. september 1992, kl. 15:00:30 (689)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þær upplýsingar sem hafa komið fram í frv. hafa legið á lausu frá því í vor. Frv. var sent til hv. nefndar í vor. Því var lýst mjög duglega í fjölmiðlum, (Gripið fram í.) já það var í júní ef ég man rétt. Þessum málum var lýst mjög rækilega í fjölmiðlum, t.d. hélt ég fund með stórkaupmönnum og lýsti þar frv. rækilega og eins öllum ákvæðum ytri tollanna. Nú er, eins og áður hefur komið fram, verið að lækka heimildirnar úr 10% í 7,5%.