Ríkismat sjávarafurða

21. fundur
Þriðjudaginn 15. september 1992, kl. 15:23:04 (725)

     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Frú forseti. Ég vil einungis staðfesta að það var hrósyrði af mínum vörum þegar ég ræddi um frjálslyndi þingmannsins og ég vona að hann haldi áfram á þeirri braut sem ég tel að hann sé nú loksins farinn að feta vonum síðar. Ef ég væri formaður Alþb. og stæði í þessum stól mundi ég sennilega segja að yfirlýsingin sem hann gaf hér áðan væri söguleg og sennilega mundi ég líka kalla til blaðamannafundar í tilefni hennar. Það ætla ég ekki að gera. Ég ætla einungis að óska þingmanninum til hamingju með þessa afstöðu því að í henni fólst að hann er í prinsippinu ekki andvígur því að stofnunin verði gerð að hlutafélagi og ég vona að þessi afstaða hans haldi þegar kemur til annarra stofnana ríkisins.