Umræða um lagaákvæði er varða samgöngumál

22. fundur
Miðvikudaginn 16. september 1992, kl. 16:01:41 (848)


     Guðmundur Hallvarðsson :
    Virðulegi forseti. Þessi umræða um gæslu þingskapa hefði kannski ekki þurft að koma til ef svar við þeirri spurningu sem beint var til ráðherra hefði komið fram. Svarið felst í yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands um beitingu öryggisráðstafana samkvæmt EES-samningnum. Þar er sagt að vegna einhæfs atvinnulífs og fámennis lýsi Ísland þeirri túlkun sinni að það geti í samræmi við skyldur sínar samkvæmt samningnum gripið til öryggisráðstafana um vinnumarkaðsmál. Ég tel að þetta tengist mjög þeirri spurningu sem brann á mínum vörum, áður en hér var lokið umræðu um þetta mál, sem beinist einkum að íslenska kaupskipaflotanum sem er mjög sérstakur og sérstæður vinnustaður og það hefði verið gott að fá svör við þessu.