Mál Sophiu Hansen og áhrif EES-samnings á byggðaþróun

30. fundur
Þriðjudaginn 13. október 1992, kl. 13:58:56 (1274)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Virðulegur forseti. Það er alger misskilningur hjá hv. þm. að hér sé um einhver tíðindi að ræða. Ég hef margoft sagt það og reyndar hafa talsmenn samningsins um EES bæði sagt og fullyrt enda blasir það við að í samningnum felist mikil hagsbót fyrir hinar dreifðu byggðir í landinu. Andstæðingum samningsins hefur ekki tekist að hrekja það. Sjávarútvegurinn er mikilvægasti atvinnuvettvangur á landsbyggðinni, sjávarútvegurinn mun standa við samninginn mun betur eftir en áður, það ættu menn almennt að geta viðurkennt. Ég held reyndar að menn viðurkenni það almennt, jafnvel þeir sem eru andstæðingar samningsins af öðrum ástæðum.